Éljagangur á Öxnadalsheiði

Öxnadalsheiði.
Öxnadalsheiði. mbl.is/Helgi Bjarnason

Hálkublettir eru á Sandskeiði en hálka á Hellisheiði og eins víða á Suðurlandi, jafnvel krap eða snjóþekja í uppsveitum. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og víða á Reykjanesi. Krapi er á Suðurstrandarvegi, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Hálka og snjóþekja er víðast hvar á Vesturlandi og Vestfjörðum.

Hálka, hálkublettir og skafrenningur er víða á Norðurlandi vestra. Snjóþekja og skafrenningur er í Víkurskarði.


Hálka og éljagangur er á Öxnadalsheiði. Hálka snjóþekja og óveður er víðast hvar á norðausturströndinni. Snjóþekja og óveður er á hálsum og Hófaskarði. Hálka og óveður er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum.

Á Austurlandi er hálka, snjóþekja og skafrenningur. Þungfært og skafrenningur er á Breiðdalsheiði en Öxi er ófær.

Greiðfært er á suðausturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert