Markmiðið að fækka slysum

Reynir Jónsson, framkvæmdarstjóri Strætó, ásamt Auði Guðmundsdóttur, framkvæmdarstjóra fyrirtækjasviðs VÍS.
Reynir Jónsson, framkvæmdarstjóri Strætó, ásamt Auði Guðmundsdóttur, framkvæmdarstjóra fyrirtækjasviðs VÍS.

Árlegir öryggisdagar Strætó og Vís voru settir í dag og munu þeir standa yfir í fimm vikur. Áhersla er lögð á öryggi farþega Strætó ásamt almennu öryggi. Markmiðið er að fækka slysum og árekstrum um 30% á milli ára og koma í veg fyrir slys á farþegum.

Fram kemur í tilkynningu, að átakið hafi hafist í síðustu viku innanhúss hjá Strætó meðal annars með því að fara vel yfir öryggismál. Starfsmenn taka einnig þátt í því að semja þau skilaboð sem Strætó sendir frá sér í átakinu.

„Öryggisdagar er samstarfsverkefni Strætó og VÍS og er ætlun þeirra að auka forvarnir í umferðinni. Með verkefninu vilja Strætó og VÍS leggja sitt af mörkum við að fækka slysum og tjónum, efla öryggi farþega og starfsmanna Strætó og almennt öryggi á götum borgarinnar,“ segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert