Óhætt að setja nagladekkin undir

mbl.is/Eyþór Árnason

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að óhætt sé að setja nagladekkin undir bílinn. Í reglum segir að bannað sé að aka á nagladekkjum frá 15. apríl-1. nóvember nema að aðstæður krefjist, „en svo er klárlega núna,“ segir í frétt á Facebook-síðu lögreglunnar.

Margir hafa haft samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í morgun og spurt hvor leyfilegt sé að setja undir nagladekk við þessar aðstæður. Og svarið er komið: Það er leyfilegt að aka á nöglum við þessar aðstæður.

Mikil hálka var á vegum á höfuðborgarsvæðinu í morgun og er svo enn víða. Sömu sögu er að segja annars staðar af landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert