Óveðrið hefur ekki áhrif á Icelandair

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Engar tafir hafa verið á flugum Icelandair til og frá Heathrow flugvelli í dag. Aflýsa þurfti 10% fluga til og frá vellinum vegna óveðurs sem geisar í Bretlandi.

Leifar af fellibylnum Gonzalo fara nú yfir stór svæði Bretlands og hefur vindur verið allt að 24 metr­ar á sek­úndu inn til lands­ins í dag en um 26 til 31 metri á sek­úndu út við strönd­ina.

Mest­ur vind­ur verður í Norður-Skotlandi í dag eða allt að 36 metr­ar á sek­úndu.

Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, hafa engar tafir orðið á flugum félagsins í dag vegna óveðursins.

Ferðum frá Heathrow aflýst vegna óveðurs

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert