Rangar upplýsingar frá embættismanni

Skapti Hallgrímsson

Komið er í ljós að rangar leiðbeiningar opinbers embættismanns urðu þess valdandi að þrjár sendingar af fersku íslensku lambakjöti sem flutt var til Bandaríkjanna voru ekki skoðaðar á réttan hátt. Innkalla þurfti kjötið en það bar engan árangur enda búið að selja allt kjötið og væntanlega borða það.

Kjötið var flutt í gegnum Seattle og selt í verslunum Whole Foods Market í Oregon- og Washington-ríki. Ein sending fór á árinu 2013 og tvær í haust. Í þessum sendingum voru tæp 13 tonn af kjöti.

Heildsölufyrirtækið þurfti að innkalla kjötið að kröfu bandaríska landbúnaðarráðuneytisins vegna þess að það hafði ekki fengið rétta meðhöndlun hjá eftirlitsaðilum.

Rangar leiðbeiningar

Sláturhús KVH ehf. flytur kjötið út á Bandaríkjamarkað. Stjórnendur þess hafa nú fengið skýringar þjónustufyrirtækisins sem annaðist tollafgreiðslu kjötsins á flugvellinum í Seattle. Magnús Freyr Jónsson framkvæmdastjóri segir að þeir hafi fengið þær leiðbeiningar hjá embættismanni hjá tollinum, þegar fyrsta sendingin var afgreidd, að viðkomandi eftirlitsstofnun krefðist ekki lengur skoðunar á íslensku lambakjöti.

Þessar leiðbeiningar stóðust ekki því bandaríska landbúnaðarráðuneytið krafðist innköllunar kjötsins þegar í ljós kom að þennan stimpil vantaði á skjölin.

Um 13 tonn af lambakjöti innkölluð

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert