Svarthöfði á Barnaspítalanum

Börnin á Barnaspítala Hringsins ráku upp stór augu þegar sjálfur Svarthöfði heimsótti deildina í dag í fylgd trausts aðstoðarmanns. Það tók smástund fyrir börnin að taka þá félaga í sátt en þegar þeir færðu börnunum leikföng úr versluninni Nexus voru þau til í að blanda geði við fúlmennin alræmdu.

Uppákoman var skipulögð af meðlimum svokallaðrar 501 sveitar sem eru alþjóðleg samtök fólks sem klæðist búningum vondu kallanna úr Star Wars-myndunum og gerir góðverk en félagar eru um 10.000 í 40 löndum.

Hér má sjá Facebook síðu Íslandsdeildar 501st Outpost sem stofnuð var árið 2003.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert