Víkurskarð fært á ný

Mynd úr safni frá Akureyri
Mynd úr safni frá Akureyri mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Leiðin um Víkurskarð er orðin fær á ný en þar er bæði snjór og skafrenningur og fyllsta ástæða til að fara varlega. Nokkrir bílar, af öllum stærðum og gerðum sátu þar fastir í morgun.

Að sögn lögreglunnar á Akureyri valt bifreið á Svalbarðsstrandarvegi í morgun og eins varð minniháttar árekstur í morgun. Annars hefur umferðin gengið ágætlega fyrir sig það sem af er degi.

Hálka og éljagangur er á Öxnadalsheiði. Hálka snjóþekja og óveður er víðast hvar á norðausturströndinni. Snjóþekja og óveður er á hálsum og Hófaskarði. Hálka og óveður er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert