Snjókomu spáð fyrir norðan

Það er spáð snjókomu fyrir norðan í dag.
Það er spáð snjókomu fyrir norðan í dag. mbl.is/Skapti

Veðurstofan spáir vaxandi suðaustan- og austanátt og þykknar upp, 8-15 m/s og slydda eða rigning S-lands með morgninum og fer að snjóa fyrir norðan upp úr hádegi. Hægari og rigning með köflum fyrir sunnan seinni partinn. Frost víða 0 til 5 stig, en hiti 1 til 6 stig við S-ströndina síðdegis.

Á fimmtudag og föstudag:

Austlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s og víða él, en 10-13 og snjókoma á Vestfjörðum. Hiti kringum frostmark, en skúrir við suðurströndina og hiti 1 til 5 stig.

Á laugardag:
Útlit fyrir vaxandi norðaustanátt með slyddu eða snjókomu, síst þó á V-landi. Hiti kringum frostmark.

Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir hvassa norðanátt með snjókomu eða slyddu, en úrkomulítið fyrir sunnan. Hiti kringum frostmark.

Á þriðjudag:
Norðanátt og él A-lands, en annars bjartviðri. Kólnandi veður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert