Bílarnir skullu saman vegna hálku

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Alvarlegt bílslys sem varð í Blönduhlíð í Skagafirði í hádeginu í dag varð með þeim hætti að annar bíllinn rann til í hálku, og skall framan á hinn bílinn sem kom úr gagnstæðri átt. Þetta staðfestir lögreglan á Sauðárkróki í samtali við mbl.is.

Tveir voru í öðrum bílnum og einn í hinum og voru ökumennirnir og farþeginn fluttir með sjúkra­bíl­um á Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri. Ökumennirnir hlutu minniháttar meiðsl en dvelja enn á sjúkrahúsinu. Farþegi annars bílsins slasaðist þó töluvert meira, og þá einkum á fæti. Hann mun að öllum líkindum gangast undir aðgerð í kvöld. Fólkið er ekki lífshættulega slasað.

Beita þurfti klipp­um til að ná farþeg­an­um úr öðrum bíln­um en hann slasaðist mikið á fæti. Í bíln­um voru tveir er­lend­ir ferðamenn, karl­maður og kona. 

Bíl­arn­ir eru báðir gjör­ónýt­ir. 

Alvarlegt bílslys í Skagafirði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert