Dómstólar „dæma út og suður“

Brynjar Níelsson, alþingismaður.
Brynjar Níelsson, alþingismaður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Mér sýnist meiðyrðamál vera í algerum ólestri, hér á landi sem annars staðar. Íslenskir dómstólar dæma út og suður í slíkum málum. Æruverndin virðist mismunandi eftir hver á í hlut þótt lögin geri ekki ráð fyrir því.“

Þetta segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, á Facebook-síðu sinni í dag. Tilefnið eru niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem dómum Hæstaréttar var snúið við í meiðyrðamálum gegn íslenskum blaðamönnum og þeim dæmdar bætur.

Brynjar segir Mannréttindadómstólinn líta svo á að blaðamenn „megi dreifa ærumeiðingum frá öðrum að vild. Hér á landi er það einnig heimilt ef viðkomandi hefur tekið þátt í þjóðmálaumræðu eða er "opinber persóna" hvað svo sem það þýðir.“

Þingmaðurinn leggur það að lokum til að Mannréttindadómstóll Evrópu „smíði einhverja skýra löggjöf svo við getum sparað okkur tíma og fé.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert