Draumur að búa á Seltjarnarnesi

Seltjarnarnes
Seltjarnarnes mbl.is/Golli

„Við erum bara mjög ánægð með þetta og þetta er viðurkenning fyrir starfsmenn bæjarins,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, en sveitarfélagið var á dögunum útnefnt „Draumasveitarfélagið 2013“ af Vísbendingu – vikuriti um viðskipti og efnahagsmál. Seltjarnarnesbær fékk einkunnina 9,3 en útreikningar Vísbendingar byggjast á rekstrartölum úr ársreikningum 2013.

Seltjarnarnes var í 9. sæti á lista Vísbendingar yfir fjárhagslega stöðu sveitarfélaganna fyrir árið 2011 en stökk þess í 1. sæti má m.a. rekja til þess að útsvarsprósentan á Nesinu hefur lækkað og stendur nú í 13,66%. Þá segir Ásgerður lágt skuldahlutfall og hagstætt veltufjárhlutfall einnig skipta máli í þessu samhengi.

„Við höfum, með góðu samstarfi stjórnenda þeirra stofnana sem bærinn hefur, náð því fram að geta veitt mjög góða þjónustu á sama tíma og við höfum getað haft álögur á íbúa lægri en gengur og gerist,“ segir Ásgerður um góðan árangur Seltjarnarnesbæjar.

Allt í blóma í Grindavík

Það sveitarfélag sem hefur náð hvað mestum framförum samkvæmt útreikningum Vísbendingar er Grindavíkurbær, sem stekkur úr 30. sæti 2011 í 4. sæti fyrir árið 2013. „Árið 2011 greiddum við upp meira og minna allar okkar skuldir og það spilar þarna væntanlega stórt hlutverk,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur, en þá hafi útsvarið einnig verið lækkað.

Róbert segir að ráðist hafi verið í umtalsverðar hagræðingaraðgerðir eftir mikla útgjaldaaukningu 2007-2010. 

Grindavíkurbær sparaði m.a. 12 milljónir á árunum 2010-2012 með því að segja upp aksturssamningum við starfsmenn en Róbert segir að mestu hafi skipt vöxtur í atvinnulífinu. 

Grindavík
Grindavík mbl.is/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert