Glærahálka á Suðurlandsundirlendinu

Vetrarfærð.
Vetrarfærð. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Vegagerðin vill vara ökumenn sem hyggjast ferðast um þjóðvegin austur fyrir fjall og á Suðurlandsundirlendinu mest öllu við því að í kvöld og nótt léttir til í hægvirðri og frystir á blauta vegina með staðbundinni glærahálku.

Þá eru hálkublettir víða í uppsveitum á Suðurlandi. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á Vesturlandi og á Vestfjörðum. Á Norðurlandi vestra er hálka og éljagangur. Hálka og éljagangur er á Norðausturlandi. Snjóþekja, hálkublettir og éljagangur eru frá Kelduhverfi með ströndinni í Vopnafjörð. Þæfingur og skafrenningur er á Hólasandi.Á Austurlandi er hálka en hálkublettir eru með ströndinni í Djúpavog. Þæfingur er á Öxi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert