Mjólkurmet í innvigtun

Mjólkurkýr.
Mjólkurkýr. mbl.is/Þorkell

Samkvæmt nýju yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði er sala á fitugrunni undanfarna tólf mánuði rétt rúmlega 127 milljónir lítra. Það er aukning um 6,5% frá árinu á undan.

Sala á próteingrunni er komin í 119,4 milljónir lítra og er það aukning um 1,7% frá síðasta ári.

Innvegin mjólk á þessu tímabili er 130,7 milljónir lítra, það er aukning um 6,5% frá liðnu ári. Er þetta í fyrsta skipti í síðari tíma sögu landsins sem meira en 130 milljónir lítra mjólkur eru vigtaðar inn í afurðastöð á einu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert