Sakborningur í skotárásarmáli fær bætur

Sakborningar í skotárásarmálinu.
Sakborningar í skotárásarmálinu. mbl.is/Sigurgeir

Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða karlmanni 1,4 milljónir króna í bætur vegna gæsluvarðhalds sem hann þurfti að sæta. Maðurinn var ákærður fyrir aðild að skotárásármálinu í Bryggjuhverfinu en sýknaður.

Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi frá frá 8. desember 2011 til 22. mars 2012 en héraðsdómur taldi óhjákvæmilegt að líta svo á að með röngum framburði sínum hjá lögreglu, sem stangaðist á við framburð annars sakbornings í málinu og sambýliskonu mannsins, hafi hann stuðlað að því að gæsluvarðhaldið stóð til 5. mars 2012.

Hins vegar þótti dóminum ekki tilefni til að halda honum í gæsluvarðhaldi allt til 22. mars, eins og gert var, og þóttu almannahagsmunir sem voru til grundvallar gæsluvarðhaldsúrskurðinum ekki vera til staðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert