Beðið eftir niðurstöðu krufningar

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Rannsókn lögreglu á andláti konu sem lést á heimili sínu í Breiðholti í lok september stendur enn yfir. Lögreglan bíður eftir að fá niðurstöður krufningarskýrslu og gerðrannsóknar á eiginmanni konunnar, sem er grunaður um að hafa orðið henni að bana.

Maður­inn var hand­tek­inn 28. sept­em­ber og úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til 17. október, það var síðan framlengt til 14. nóvember á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Geðrann­sókn stend­ur enn yfir á mann­in­um en hann er sagðr hafa glímt við andleg veikindi.  Rannsókn málsins er langt komin en ekki liggur fyrir hvenær niðurstöðurnar muni berast lögreglu. 

Til­kynn­ing barst um and­lát kon­unn­ar skömmu eft­ir miðnætti aðfaranótt sunnu­dags­ins 28. sept­em­ber frá manni, sem hinn grunaði hafði látið vita að kon­an væri lát­in. Þegar lög­regl­a kom á vett­vang vaknaði grun­ur um að and­látið hefði borið að með sak­næm­um hætti, en maður­inn er grunaður um að hafa þrengt að önd­un­ar­vegi konu sinn­ar, sem var 26 ára göm­ul, þannig að hún hlaut bana af. 

Tvö börn þeirra hjóna, tveggja og fimm ára, voru á heim­il­inu þegar kon­an lést. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert