Engin áhrif á neyðarbrautina

Tölvumynd af skipulaginu eins og það birtist í tillögunni. Tillagan …
Tölvumynd af skipulaginu eins og það birtist í tillögunni. Tillagan gerir ráð fyrir "stokkbyggingum" meðfram væntanlegum Hlíðarfæti (til hægri á myndinni) og framtíðar Hringbraut á 12-13 lóðum auk leikskóla.

Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir að umsókn Valsmanna hf. um framkvæmdaleyfi snúi fyrst og fremst að því að fá leyfi til þess að leggja veg á landi Hlíðarenda sem muni skilja að íþróttasvæði Vals á Hlíðarenda og fyrirhugað íbúðasvæði.

„Framkvæmdir fyrsta kastið á Hlíðarendalandinu munu ekki einu sinni hafa neitt að gera með neyðarbrautina, hina svokölluðu þriðju flugbraut,“ sagði Hjálmar í samtali við Morgunblaðið í gær.

Hjálmar bendir á að framkvæmdaleyfi sé ekki hið sama og byggingarleyfi. Valsmenn muni þurfa að sækja sérstaklega um það, þegar þar að komi, að reisa byggingar á svæðinu.

„Engin hús að fara að rísa“

„Slík leyfi eru ekki á höndum okkar í pólitíkinni, heldur eru það embættismenn sem taka slíkar ákvarðanir, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Ég fæ því ekki séð að leyfi fyrir svona vegaframkvæmd í fyrsta áfanga, eins og óskað er eftir, breyti neinu um starf Rögnunefndarinnar, af því það eru engin hús að fara að rísa á þessu svæði á þessu ári eða því næsta. Allt tekur þetta sinn tíma,“ sagði Hjálmar.

Hjálmar bendir á að umhverfis- og skipulagsráð hafi enn ekki afgreitt deiliskipulagsbreytingartillögu á Hlíðarenda þótt fjallað hafi verið um málið á nokkrum fundum ráðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert