Hálka á Hellisheiði

Fyrsti vetrardagur er á morgun og það er snjór víða …
Fyrsti vetrardagur er á morgun og það er snjór víða um land, sér í lagi á fjallvegum. mbl.is/Ómar

Á Suðurlandi er hálka og éljagangur á Hellisheiði og hálkublettir á Sandsskeiði og í Þrengslum. Einnig eru hálkublettir eða hálka á nokkrum fáfarnari leiðum að sögn Vegagerðarinnar.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum en sumstaðar  snjóþekja einnig er þoka á Holtavörðuheiði.

Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á Norðurlandi og eins er þoka í Húnavatnssýslu.

Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en greiðfært frá Reyðarfirði með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert