Tuttugu munaðarlausar vespur hjá lögreglu

Rafmagnsvespa.
Rafmagnsvespa. Ómar Óskarsson

Nokkuð hefur borið á þjófnuðum á svokölluðum rafmagnsvespum síðustu vikur og mánuði. Lögreglu höfuðborgarsvæðisins berast því reglulega rafmagnsvespur sem hafa verið skildar eftir í hirðuleysi, oftast í kjölfar þjófnaða. Hátt í tuttugu vespur eru í geymslum lögreglu sem ekki hefur tekist að koma í hendur eigenda.

Lögreglan vill brýna fyrir eigendum slíkra tækja að ganga vel frá þeim, svipað og gert er við reiðhjól, t.d. að nota lása. Hér má finna óskilamunasíðu LRH: www.pinterest.com/logreglan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert