Rauðrefur á Þingvöllum?

Rauðrefur
Rauðrefur

Reynir Bergsveinsson, tófu- og minkabani, hefur undanfarin fjögur ár orðið var við spor eftir óvenjustóran ref á Þingvöllum. Hann telur að þar geti annaðhvort verið rauðrefur eða silfurrefur á ferð.

„Íslenska tófan valhoppar í öllum aðalatriðum en þessi töltir. Þetta er svo stórt dýr að sporin eru miklu stærri en eftir tófu og göngulagið er greinilega annað,“ sagði Reynir „Ég tel að þetta sé alls ekki íslenskur refur. Af þeim þúsund tófum sem ég hef skotið á 60 árum voru þrjár svo afburða stórar að ég líkti þeim við nýfæddan kálf! Þær gætu hafa verið 5-8 kíló. Ég legg mest upp úr göngulaginu. Þessi refur gengur í beina línu og er jafnt bil á milli spora í allri slóðinni. Hann valhoppar ekki.“

Reyni grunar að einhver hafi smyglað rauðref til landsins og sleppt honum. Hann minnti á að 2012 hefði verið smyglað hingað lifandi merði með Norrænu og dýrið komist alla leið á höfuðborgarsvæðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert