6,5 milljónir kr. í bætur

mbl.is/Sverrir

Endurskoðandi sem sagt var upp starfi hjá embætti skattrannsóknarstjóra vegna skipulagsbreytinga fékk dæmdar 6 milljóna króna bætur í Hæstarétti Íslands vegna fjártjóns auk 500 þúsund króna í miskabætur.

Var uppsögin rökstudd með því að samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi til fjárlaga væri skattrannsóknarstjóra gert að sæta niðurskurði í fjárheimildum og því hefði verið ákveðið að leggja niður starf endurskoðanda hjá embættinu. Mánuði áður en uppsagnarfrestur var liðinn var hins vegar var ákveðið að hætta við niðurskurðinn og höfðaði endurskoðandinn því mál gegn embættinu. Vildi hann fá bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Í dómi Hæstaréttar kom fram að ekki er dregin í efa ákvörðun embættisins um að segja manninum upp miðað við þarfir embættisins og verkefnastöðu. Hins vegar hefði fyrirhugaður niðurskurður á fjárheimildum embættisins verið dreginn til baka og með því hefði brostið hinn lögmæti grundvöllur sem ákvörðun hefði upphaflega verið reist á.

Erfitt að fóta sig aftur

Var því fallist á að skattrannsóknarstjóri bæri bótaábyrgð á því tjóni sem endurskoðandinn hefði orðið fyrir. Við ákvörðun bóta var litið til þess að maðurinn hafði verið ráðinn til ótímabundinna starfa hjá embættinu með gagnkvæmum þriggja mánaða uppsagnarfresti og hafði hann fengið greidd laun á uppsagnartíma. Maðurinn var 62 ára þegar honum var sagt upp og var tekið tillit til þess í dómnum að erfitt væri fyrir fólk á hans aldri að koma undir sig fótunum á vinnumarkaði að nýju. Voru bætur því ákveðnar 6 milljónir króna. Að auki fékk maðurinn miskabætur upp á um hálfa milljón vegna þess að honum var ekki boðið starfið aftur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert