Gasmengun berst norður og vestur

Blágræna svæðið sýnir hvar líkur eru á mengun frá eldgosinu …
Blágræna svæðið sýnir hvar líkur eru á mengun frá eldgosinu í dag. mynd/Veðurstofa Íslands

Veðurstofan segir að líkur séu á mengun norður og norðvestur af eldstöðinni í Holuhrauni fyrir hádegi í dag. Síðan fer mengunin að berast til vesturs og suðvesturs, m.a. til höfuðborgarsvæðisins.

Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð.

Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgæði.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert