Hafa ekki þurft að borga

MP5-hríðskotabyssurnar, sem lögreglumenn um allan heim nota.
MP5-hríðskotabyssurnar, sem lögreglumenn um allan heim nota.

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að þegjandi samkomulag sé á milli Íslands og Noregs um að ekki sé greitt af vopnum sem Norðmenn senda til Íslands.

Georg sagði þetta í samtali við Ríkisútvarpið í kvöld. Hann segir að Landhelgisgæslan hafi aldrei greitt krónu fyrir vopn eða vopnabúnað. Hins vegar sé alltaf skrifaður út reikningur þar sem kveðið er á um verð, en Norðmenn hafi hins vegar aldrei gengið eftir greiðslum.

Georg sagði að Landhelgisgæslan hafi því litið á vopnin og annan búnað sem gjafir.

Georg Lárusson.
Georg Lárusson. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert