Handtekinn eftir líkamsárás

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt í tengslum við líkamsárás og var hann vistaður í fangageymslu. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild en meiðslin eru ekki talin alvarleg. Alls gista nú fimm í fangageymslum. Fjórir vegna mála og einn að eigin ósk.

Lögreglan hafði afskipti af tveimur ökumönnum vegna gruns um ölvun við akstur og einum sem var grunaður um að aka bíl undir áhrifum fíkniefna. Allir ökumennirnir voru lausir að lokinni sýnatöku.

Um klukkan eitt í nótt var maður staðinn að þjófnaði á áfengisflöskum á bar í miðborginni. Málið afgreitt með skýrslutöku á vettvangi.

Kl. 19:30 í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot á heimili í Hafnarfirði. Rafmagnstæki tekin af heimilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert