Hríðarmugga á Austurlandi

Í kvöld má reikna með hríðarmuggu á Austfjörðum og Austurlandi  einkum á fjallvegum. Einnig skafrenningi og allhvössum NA-vindi. Búast má við staðbundinni ísingu á vegum

Vegir eru að heita má auðir á Suðurlandi, þó er hálka í Grafningi. Hálkublettir eru sumstaðar á Vesturlandi en hálka á Fróðárheiði og Laxárdalsheiði. Á Vestfjörðum er mikið autt á láglendi en víða nokkur hálka eða snjóþekja á fjallvegum.

Hálka er allvíða á Norðurlandi, einkum inn til landsins. Hálka eða hálkublettir eru á Héraði og flestum fjallvegum á Austurlandi en þó er Vatnsskarð eystra þungfært. Autt er með ströndinni frá Eskifirði suður í Öræfi en nokkur hálka er á Skeiðarársandi og vestur að Mýrdalssandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert