Setja upp sendi fyrir móður Simma

Simmi og Jói.
Simmi og Jói. mbl.is/Kristinn

Útvarpsmennirnir vinsælu Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson snúa aftur í útvarp 21. nóvember nk. með þátt sinn Simmi og Jói. Að þessu sinni verður hann á útvarpsstöðinni K100 á föstudagsmorgnum milli kl. 9 og 12 og endurfluttur á laugardagsmorgnum.


Það var Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Skjásins sem á og rekur K100, sem sannfærði félagana um að snúa aftur eftir eins og hálfs árs hlé. Þeir settu aðeins eitt skilyrði: Að komið yrði upp útvarpssendi á Egilsstöðum, svo móðir Simma, Gerður Unndórsdóttir, gæti hlustað á þáttinn en hún verður að sjálfsögðu fastagestur í honum. Mun ræða fjálglega um kveðskap og annað efni við alþýðuskap.


Simmi og Jói munu fljúga sjálfir austur með sendinn á næstunni til að tryggja að hann verði örugglega kominn í gagnið fyrir 21. nóvember. Og þiggja heitan brauðrétt hjá Gerði í leiðinni.

Spurðir út í endurkomuna segir Jói: „Við fundum fljótt eftir að við hættum á Bylgjunni að við söknuðum útvarpsins. Þetta er bara svo ofboðslega skemmtilegt og gefandi. Ætli útvarpsbakterían sé ekki ólæknandi.“


„Kjarni málsins er þessi: Þetta er svo gaman að við gátum ekki sagt nei. Maður verður hreinlega háður því hvað þetta er gaman. Við hefðum örugglega gert þetta frítt ef það sendi ekki kolröng skilaboð út til stéttarinnar í heild,“ segir Simmi glottandi.


Nánar er rætt er við Simma og Jóa í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Simmi ásamt móður sinni, Gerði Unndórsdóttur.
Simmi ásamt móður sinni, Gerði Unndórsdóttur. mbl.is
Forsíða Sunnudagsblaðsins.
Forsíða Sunnudagsblaðsins.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert