Vill finna leiðir til að fjölga í kirkjunni

Séra Gunnlaugur Stefánsson sóknarprestur í Heydölum.
Séra Gunnlaugur Stefánsson sóknarprestur í Heydölum.

Gunnlaugur Stefánsson, sóknarprestur í Heydölum, hefur lagt fram á kirkjuþingi tillögu um að kirkjuráði skipi þriggja manna starfshóp sem leggi fram tillögur sem miði að því að fjölga meðlimum í þjóðkirkjunni.

Í greinargerð með tillögunni segir að nauðsynlegt sé að afla sem gleggstra tölulegra upplýsinga um stöðu þjóðkirkjunnar og horfa þá einkum til fækkunar í þjóðkirkjunni. Hins vegar að marka stefnu um hvernig þjóðkirkjan geti brugðist við úrsögnum úr þjóðkirkjunni og fækkun í þjóðkirkjunni af öðrum sökum.

„Kirkjuráð hefur m.a. rætt nokkrar leiðir til að bregðast við þessari þróun. Þróun félagsmannatals þjóðkirkjunnar, sem hefur verið komið á laggirnar, er liður í því. Kynna þarf félagsmannatalið betur á meðal presta, starfsfólks og sóknarnefnafólks til þess að vel sé haldið utan um það og það reglulega uppfært.

Upplýsa þarf sóknarnefndarfólk um þróun mála síðustu ára, varðandi þann fjölda barna sem skírð eru og fjölda fermingarbarna. Á þann máta geta sóknarnefndir brugðist við, hver á sínum stað og gert átak í því að fjölga í þjóðkirkjunni,“ segir í greinargerð með tillögunni.

Fram kemur í tillögunni að árið 1998 voru 89,9% þjóðarinnar skráð í þjóðkirkjuna, en  þetta hlutfall er komið niður í 75%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert