Hálka á Holtavörðuheiði

Vegir eru mikið til auðir á Suðurlandi og við Faxaflóa.
Vegir eru mikið til auðir á Suðurlandi og við Faxaflóa. mbl.is/Golli

Hálka á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Laxárdalsheiði en einnig hálkublettir á nokkrum vegum. Víða er hálka eða snjóþekja á Vestfjörðum, einkum á fjallvegum. Þæfingsfærð er úr Bjarnarfirði norður í Djúpavík.

Vegir eru mikið til auðir á Suðurlandi og við Faxaflóa. Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja á vegum og sumstaðar éljagangur.

Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Austurlandi. Þó er þungfært á Breiðdalsheiði og Öxi en þar verður ekki mokað í dag. Autt er með ströndinni frá Eskifirði suður um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert