Tilnefndur sem nemi ársins

Guðmundur Ingi Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós.
Guðmundur Ingi Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Guðmundur Ingi Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós, er einn af sex MBA-útskriftarnemum sem tilnefndir eru sem MBA-nemi ársins 2014 af alþjóðlegu samtökunum AMBA sem hafa það að markmiði að efla viðskiptamenntun á framhaldsstigi í Evrópu.

Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Lundúnum hinn 30. október næstkomandi þar sem Guðmundur verður viðstaddur ásamt Kristjáni Vigfússyni, forstöðumanni MBA-námsins við Háskólann í Reykjavík. Guðmundur útskrifaðist með MBA-gráðu frá HR í vor. Sex einstaklingar eru tilnefndir til verðlaunanna en peningaverðlaun eru veitt fyrir fyrstu fjögur sætin. Guðmundur segist lítið hafa kunnað á excel og powerpoint fyrir námið. „Ég, eins og margir listamenn, var og er með fullt af hugmyndum sem mig langaði að gera. En þegar ég var að kynna hugmyndina fyrir fólki þá kom einhver svipur á það í miðju samtalinu því það sá að ég vissi ekki alveg hvað ég var að tala um. Ég er sveitamaður og ef það er svona vesen þá redda ég því. Magnús Geir, Tinna Guðlaugs, Ari Matt og svo framvegis eru búin með þetta nám og þetta var eitthvað sem mig langaði til að gera.“

Sú áhersla sem lögð er á samvinnu í MBA-náminu átti vel við Guðmund. „Í byrjun þá þurfti ég að leggja mikið á mig, mjög mikið. En þetta er nám sem heldur vel utan um mann og hentaði mér vel.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert