Kú kærir MS og Kaupfélag Skagfirðinga

Ólaf­ur Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Mjólk­ur­bús­ins Kú
Ólaf­ur Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Mjólk­ur­bús­ins Kú mbl.is/Eyþór

Mjólkurbúið KÚ hefur kært Mjólkursamsöluna og Kaupfélag Skagfirðinga fyrir ólögmætt samráð.

Í fréttatilkynningu frá KÚ segir að samráðið hafi staðið frá árinu 2007 og að talið sé að Mjólka ehf. hafi einnig tekið þátt í samráðinu eftir að Kaupfélag Skagfirðinga keypti Mjólku árið 2009 auk þess sem Auðhumla, móðurfélag MS, kunni að hafa verið viðriðin samráðið frá upphafi.

„Kæran er studd margvíslegum gögnum sem forsvarsmenn Mjólkurbúsins hafa aflað frá mjólkurbændum, mjólkuriðnaðinum, bændasamtökunum, stjórnvöldum og samkeppnisyfirvöldum. Þau sýna að MS hefur ranglega verið skilgreind sem afurðastöð í skilningi búvörulaga, en einungis afurðastöðvareru undanþegnar ákvæðum samkeppnislaga um bann við samkeppnishamlandi samráði og samruna fyrirtækja,“ segir í fréttatilkynningunni. 

Í kæru lögmanna Mjólkurbúsins er haldið fram að einungis Auðhumla svf. og Kaupfélag Skagfirðinga geti talist afurðarstöðvar í skilningi búvörulaga. Engu breyti að 90,1% MS séu í eigu Auðhumli þar sem réttindi eins lögaðila færist ekki til annars þó tengdir séu.

Samkeppniseftirlitið sektaði MS nýlega um 370 milljónir króna fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu sinni. Því máli hefur MS áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert