Tóku Fireball Cinnamon úr sölu

Fireball Cinnamon.
Fireball Cinnamon. Ljósmynd/Vínbúðin

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur ákveðið að taka úr sölu viskílíkjörinn Fireball Cinnamon. Er það vegna gruns um að í honum sé of hátt gildi af própýlenglýkóls. Þeir viðskiptvinir sem hafi umrædda vörutegund undir höndum geta snúðið sér til næstu Vínbúðar og fengið vöruna endurgreidda.

ÁTVR barst um helgina tilkynning frá finnsku áfengiseinkasölunni, Alko, þar sem fram kemur að við hefðbundið eftirlit hafi mælst of hátt gildi af própýlenglýkóls í umræddri vörutegund. Í tilkynningunni segir jafnframt að varan sé ekki hættuleg neytendum

Því var ákveðið að taka Fireball Cinnamon úr sölu í Vínbúðunum, að minnsta kosti tímabundið á meðan verið er að kanna hvort varan innihaldi óleyfilegt magn af própýlenglýkóli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert