Voru byssurnar seldar eða gefnar?

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, á sprengjueyðingaræfingu Gæslunnar hér á landi ...
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, á sprengjueyðingaræfingu Gæslunnar hér á landi fyrir nokkrum árum. mbl.is/Rax

Hversu margar eru byssurnar sem Landhelgisgæslan og lögreglan fengu? Fengust þær gefins eða voru þær keyptar? Ýmislegt er enn óljóst í stóra byssumálinu. 

Mál málanna undanfarna viku hefur klárlega verið svokallað byssumál þar sem MP5 vélbyssur frá Noregi hafa verið í aðalhlutverki. Málið hefur þótt einkennast af misvísandi upplýsingum. Bæði hér innanlands og í samanburði við yfirlýsingar frá talsmanni norska hersins. Upphaflega var greint frá því í fjölmiðlum að setja ætti slíkar byssur í allar lögreglubifreiðar. Lögreglan sagði ekkert slíkt hins vegar ákveðið. Talað var um 200 vélbyssur sem síðan urðu að 250.

Ríkislögreglustjóri sagði Landhelgisgæsluna hafa haft milligöngu um málið. Gæslan sagðist hafa fengið byssurnar að gjöf en norski herinn hefur þvertekið fyrir það. Þær hefðu verið seldar og hefur verið vísað í kaupsamning þess efnis frá í desember á síðasta ári. Landhelgisgæslan hefur hins vegar sagt að slíkur samningur væri alltaf gerður en aldrei hefði hins vegar verið greitt fyrir búnað frá Norðmönnum og norsk yfirvöld aldrei gengið á eftir greiðslum.

Talsmaður norska hersins segir herinn gera ráð fyrir greiðslum en hefur ekki getað staðfest að þær hafi farið fram. Hérlend stjórnvöld hafa á sama tíma almennt lýst yfir stuðning við að lögreglan fái slík vopn en að öðru leyti vísað á Landhelgisgæsluna og Ríkislögreglustjóra.

Hér á eftir er málið rakið í meginatriðum frá því að fjölmiðlar greindu fyrst frá því fyrir um viku:

DV greindi frá því 21. október að til stæði að koma MP5 vélbyssum fyrir í öllum lögreglubifreiðum ásamt Glock 17 skammbyssum. Heimildarmennirnir voru sagðir þrír ónafngreindir lögreglumenn. Sama dag var haft eftir Jóni Bjartmarz yfirlögregluþjóni á mbl.is að margt í frétt DV væri orðum aukið. Þannig væru byssurnar ekki eins margar og þar kæmi fram. Þá hefði engin ákvörðun verið tekin um að setja byssur í allar lögreglubifreiðar. Hins vegar talaði hann á þann veg að byssurnar hefðu verið keyptar af Norðmönnum. Talað var um 200 byssur í því sambandi.

Síðar sama dag sagði Jón Bjartmarz í Kastljósi Ríkisútvarpsins að 150 MP5 vélbyssur sem lögreglan hafi fengið hafi verið gjöf frá norskum yfirvöldum. Þannig hefðu vopnin ekki verið keypt. Sagðist hann hafa notað orðið „aflað“ í því sambandi við fjölmiðla sem hugsanlega hefði misskilist. Sagði hann lögregluna hafa átt um 70 vélbyssur frá því á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar og fram til ársins 2000 en þær hafi sáralítið verið notaðar og verið orðnar gamlar og ónothæfar. Ítrekaði hann að engar ákvarðanir lægju fyrir um að setja slíkar byssur í allar lögreglubifreiðar.

Fullyrðir að vélbyssurnar hafi verið seldar

Haft var eftir Dag Aamoth, upplýsingafulltrúa norska hersins, í fréttum Ríkisútvarpsins 23. október að Landhelgisgæslan hefði í lok síðasta árs keypt 250 MP5 vélbyssur. Kaupsamningur þess efnis hefði verið undirritaður 17. desember. Samkvæmt samningnum ætti Gæslan að greiða 625 þúsund norskar krónur fyrir byssurnar eða sem nemur um 11,5 milljón króna. Aamont vildi ekkert tjá sig um þá fullyrðingu íslenskra stjórnvalda að byssurnar hafi verið gjöf frá Norðmönnum.

Ríkislögreglustjóri sendi frá sér fréttatilkynningu sama dag þar sem sagði að MP5 vélbyssurnar hefðu átt að vera embættinu að kostnaðarlausu. Aldrei hefði staðið til af hálfu þess að kaupa þær. Var upphaf málsins rakið til komu norskrar sendihefndar til Íslands í júní 2013 þar sem rætt hefði verið um að lögreglunni gæti staðið til boða MP5 vélbyssur henni að kostnaðarlausu. Landhelgisgæslan hefði upplýst í janúar á þessu ári að vopnin væru væntanleg og lögreglan gæti fengið 150 stykki.

Ennfremur kom fram í tilkynningunni að vélbyssurnar væru í vörslu Landhelgisgæslunnar og hefðu ekki verið afhentar lögreglunni. Ríkislögreglustjóri hefði þó fengið 35 stykki lánuð til æfinga en skilað þeim aftur. Ríkislögreglustjóri ætlaði ekki að taka við byssunum ef greiða þyrfti fyrir þær. Ennfremur sagði að ríkislögreglustjóra hefði ekki verið kunnugt um samninginn frá 17. desember sama ár fyrr en upplýsingafulltrúi norska hersins hefði upplýst um hann í fréttum Ríkisútvarpsins.

Búnaður verðmetinn en ekkert greitt fyrir hann

Landhelgisgæslan sendi einnig frá sér fréttatilkynningu sama dag þar sem kom fram að hún hefði haft milligöngu um endurnýjun á vopnabúnaði lögreglunnar og um leið úreltan vopnabúnað Gæslunnar sjálfrar. Vopnin hefðu hins vegar ekki verið formlega afhent lögreglunni en væru geymd í viðurkenndum skotvopnageymslum. Þá hefðu engar greiðslur farið fram vegna samkomulags við Norðmenn í þeim efnum. Gæslan hefði um langt árabil átt í samstarfi við Norðmenn um endurnýjun búnaðar. Búnaðurinn væri þá verðmetinn á 1/8 af verði sams konar búnaðar frá framleiðanda. Aldrei hefðu hins vegar farið fram greiðslur eða eftir því verið leitað. Það ætti einnig við í þessu tilfelli.

Ríkisútvarpið talaði aftur við Dag Aamoth 24. október. Þar ítrekaði hann að um sölu á MP5 vélbyssunum hafi verið að ræða en ekki gjöf. Aðspurður sagði hann norska herinn gera ráð fyrir að greitt yrði fyrir vopnin en gat ekki staðfest hvort greiðsla hefði borist. Einnig var rætt við Aamoth í frétt norska dagblaðsins VG daginn eftir þar sem hann ítrekaði að um kaup á vopnunum hafi verið að ræða. Skýrt kæmi fram í samningnum frá 17. desember að um kaup væri að ræða. Vopnin hafi verið seld Landhelgisgæslunni. 

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, ítrekaði í samtali við Ríkisútvarpið 25. október að Gæslan hefði aldrei greitt neitt fyrir vopn eða vopnabúnað. „Þegjandi samkomulag“ væri við Norðmenn um að ekki væri greitt fyrir vopn sem þeir sendu til Íslands. Hins vegar væri alltaf skrifaður út reikningur þar sem fram kæmi verð. Norðmenn hefðu hins vegar aldrei gengið á eftir greiðslum. Fyrir vikið hafi Landhelgisgæslan litið á slíkt sem gjafir.

MP5 vélbyssa.
MP5 vélbyssa.
mbl.is/Eggert
Varðskipið Týr.
Varðskipið Týr. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sex slasaðir í rútuslysi

17:34 Sex manns eru slasaðir eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi. Tilkynnt var um slysið nú á sjötta tímanum í dag og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á leið á vettvang. Meira »

Rafleiðnin stöðug frá hádegi

17:17 Rafleiðni í Múlakvísl hefur haldist stöðug frá því um hádegi í dag, en leiðni í ánni hefur verið að aukast undanfarna daga. Brennisteinslyktin við Múlakvísl er þó áfram stæk og mælir sérfræðingur náttúruvársviðs Veðurstofunnar með því að fólk sé þar ekki mikið á ferðinni. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

16:58 Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Gamli Garður í nefnd

16:40 Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs. Meira »

Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

16:23 Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka. Meira »

Hæddist að mér fyrir að „vanmeta stöðuna“

16:10 „Eftir að lögreglan hafði hæðst að mér fyrir að „vanmeta“ stöðuna keyrir bíllinn í burtu og skilur stúlkuna eftir, enda höfðu þeir engan áhuga á að hjálpa henni,“ segir Hrafnkell Ívarsson, dyravörður til sex ára. Meira »

Tónleikar sem urðu að listahátíð

14:31 Það var skemmtilegt verkefni að leiða saman hóp listamanna til að koma fram listahátíðinni Norður og niður, að sögn Georgs Hólm, tónlistarmanns í Sigur Rós. „Það er fullt af listamönnum þarna sem ég er mjög spenntur fyrir því að sjá.“ mbl.is ræddi við Georg um hátíðina sem verður stór í sniðum. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Búið að ná ökutækjunum í sundur

14:24 Búið er að ná strætisvagninum og vörubílnum í sundur sem lentu í árekstri á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, í hádeginu í dag. Ökutækin hafa nú verið dregin af vettvangi. Meira »

Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

13:59 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Meira »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Þrá að spritta sig með VG

13:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.  Meira »

Strætisvagn keyrði aftan á vörubíl

12:42 Töluvert harður árekstur varð nú rétt rúmlega tólf á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, þegar strætisvagn keyrði aftan á vöruflutningabíl. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík voru tveir fluttir á sjúkrahús, bílstjórinn og farþegi í vagninum. Meira »

„Mynda samsæri gegn kjósendum“

11:28 „Mér líst ekkert á þetta. Það er afleitt ef menn fara í stjórn á öðrum forsendum en út frá pólitík og framtíðarsýn. Þetta er svo sannarlega ekki stjórn sem byggir á tiltekinni pólitískri stefnu eða skýrri framtíðarsýn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Meira »

Enn einhver hreyfing í eldstöðinni

09:32 Þrír jarðskjálftar mældust við Öræfajökul í gærkvöldi og í nótt, að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni. Voru þeir þó allir undir 1 að stærð. „Þetta eru skjálftar sem segja okkur að það sé enn einhver hreyfing í eldstöðinni.“ Að sögn er ástandið að öðru leyti óbreytt. Meira »

Leigubílstjóri óskaði aðstoðar

11:55 Um klukkan fimm í nótt óskaði leigubílstjóri sem staddur var í Hafnarfirði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem hljóp úr úr bifreiðinni án þess að greiða fargjaldið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Safna fötum fyrir börn á Íslandi

10:15 Árleg fatasöfnun ungmennaráðs Barnaheilla fer fram í dag, í tilefni af degi mannréttinda barna og afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Söfnunin hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 17 á jarðhæð höfuðstöðva Barnaheilla við Háaleitisbraut 13. Meira »

Kuldaleg veðurspá næstu daga

08:05 Veðurspáin næstu daga er mjög kuldaleg, mikil hæð verður yfir Grænlandi og lægðirnar fara framhjá langt fyrir sunnan land. Við erum því föst í kaldri norðaustanátt alla vikuna með éljagangi fyrir norðan og austan. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
íÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4,...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...