Voru byssurnar seldar eða gefnar?

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, á sprengjueyðingaræfingu Gæslunnar hér á landi ...
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, á sprengjueyðingaræfingu Gæslunnar hér á landi fyrir nokkrum árum. mbl.is/Rax

Hversu margar eru byssurnar sem Landhelgisgæslan og lögreglan fengu? Fengust þær gefins eða voru þær keyptar? Ýmislegt er enn óljóst í stóra byssumálinu. 

Mál málanna undanfarna viku hefur klárlega verið svokallað byssumál þar sem MP5 vélbyssur frá Noregi hafa verið í aðalhlutverki. Málið hefur þótt einkennast af misvísandi upplýsingum. Bæði hér innanlands og í samanburði við yfirlýsingar frá talsmanni norska hersins. Upphaflega var greint frá því í fjölmiðlum að setja ætti slíkar byssur í allar lögreglubifreiðar. Lögreglan sagði ekkert slíkt hins vegar ákveðið. Talað var um 200 vélbyssur sem síðan urðu að 250.

Ríkislögreglustjóri sagði Landhelgisgæsluna hafa haft milligöngu um málið. Gæslan sagðist hafa fengið byssurnar að gjöf en norski herinn hefur þvertekið fyrir það. Þær hefðu verið seldar og hefur verið vísað í kaupsamning þess efnis frá í desember á síðasta ári. Landhelgisgæslan hefur hins vegar sagt að slíkur samningur væri alltaf gerður en aldrei hefði hins vegar verið greitt fyrir búnað frá Norðmönnum og norsk yfirvöld aldrei gengið á eftir greiðslum.

Talsmaður norska hersins segir herinn gera ráð fyrir greiðslum en hefur ekki getað staðfest að þær hafi farið fram. Hérlend stjórnvöld hafa á sama tíma almennt lýst yfir stuðning við að lögreglan fái slík vopn en að öðru leyti vísað á Landhelgisgæsluna og Ríkislögreglustjóra.

Hér á eftir er málið rakið í meginatriðum frá því að fjölmiðlar greindu fyrst frá því fyrir um viku:

DV greindi frá því 21. október að til stæði að koma MP5 vélbyssum fyrir í öllum lögreglubifreiðum ásamt Glock 17 skammbyssum. Heimildarmennirnir voru sagðir þrír ónafngreindir lögreglumenn. Sama dag var haft eftir Jóni Bjartmarz yfirlögregluþjóni á mbl.is að margt í frétt DV væri orðum aukið. Þannig væru byssurnar ekki eins margar og þar kæmi fram. Þá hefði engin ákvörðun verið tekin um að setja byssur í allar lögreglubifreiðar. Hins vegar talaði hann á þann veg að byssurnar hefðu verið keyptar af Norðmönnum. Talað var um 200 byssur í því sambandi.

Síðar sama dag sagði Jón Bjartmarz í Kastljósi Ríkisútvarpsins að 150 MP5 vélbyssur sem lögreglan hafi fengið hafi verið gjöf frá norskum yfirvöldum. Þannig hefðu vopnin ekki verið keypt. Sagðist hann hafa notað orðið „aflað“ í því sambandi við fjölmiðla sem hugsanlega hefði misskilist. Sagði hann lögregluna hafa átt um 70 vélbyssur frá því á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar og fram til ársins 2000 en þær hafi sáralítið verið notaðar og verið orðnar gamlar og ónothæfar. Ítrekaði hann að engar ákvarðanir lægju fyrir um að setja slíkar byssur í allar lögreglubifreiðar.

Fullyrðir að vélbyssurnar hafi verið seldar

Haft var eftir Dag Aamoth, upplýsingafulltrúa norska hersins, í fréttum Ríkisútvarpsins 23. október að Landhelgisgæslan hefði í lok síðasta árs keypt 250 MP5 vélbyssur. Kaupsamningur þess efnis hefði verið undirritaður 17. desember. Samkvæmt samningnum ætti Gæslan að greiða 625 þúsund norskar krónur fyrir byssurnar eða sem nemur um 11,5 milljón króna. Aamont vildi ekkert tjá sig um þá fullyrðingu íslenskra stjórnvalda að byssurnar hafi verið gjöf frá Norðmönnum.

Ríkislögreglustjóri sendi frá sér fréttatilkynningu sama dag þar sem sagði að MP5 vélbyssurnar hefðu átt að vera embættinu að kostnaðarlausu. Aldrei hefði staðið til af hálfu þess að kaupa þær. Var upphaf málsins rakið til komu norskrar sendihefndar til Íslands í júní 2013 þar sem rætt hefði verið um að lögreglunni gæti staðið til boða MP5 vélbyssur henni að kostnaðarlausu. Landhelgisgæslan hefði upplýst í janúar á þessu ári að vopnin væru væntanleg og lögreglan gæti fengið 150 stykki.

Ennfremur kom fram í tilkynningunni að vélbyssurnar væru í vörslu Landhelgisgæslunnar og hefðu ekki verið afhentar lögreglunni. Ríkislögreglustjóri hefði þó fengið 35 stykki lánuð til æfinga en skilað þeim aftur. Ríkislögreglustjóri ætlaði ekki að taka við byssunum ef greiða þyrfti fyrir þær. Ennfremur sagði að ríkislögreglustjóra hefði ekki verið kunnugt um samninginn frá 17. desember sama ár fyrr en upplýsingafulltrúi norska hersins hefði upplýst um hann í fréttum Ríkisútvarpsins.

Búnaður verðmetinn en ekkert greitt fyrir hann

Landhelgisgæslan sendi einnig frá sér fréttatilkynningu sama dag þar sem kom fram að hún hefði haft milligöngu um endurnýjun á vopnabúnaði lögreglunnar og um leið úreltan vopnabúnað Gæslunnar sjálfrar. Vopnin hefðu hins vegar ekki verið formlega afhent lögreglunni en væru geymd í viðurkenndum skotvopnageymslum. Þá hefðu engar greiðslur farið fram vegna samkomulags við Norðmenn í þeim efnum. Gæslan hefði um langt árabil átt í samstarfi við Norðmenn um endurnýjun búnaðar. Búnaðurinn væri þá verðmetinn á 1/8 af verði sams konar búnaðar frá framleiðanda. Aldrei hefðu hins vegar farið fram greiðslur eða eftir því verið leitað. Það ætti einnig við í þessu tilfelli.

Ríkisútvarpið talaði aftur við Dag Aamoth 24. október. Þar ítrekaði hann að um sölu á MP5 vélbyssunum hafi verið að ræða en ekki gjöf. Aðspurður sagði hann norska herinn gera ráð fyrir að greitt yrði fyrir vopnin en gat ekki staðfest hvort greiðsla hefði borist. Einnig var rætt við Aamoth í frétt norska dagblaðsins VG daginn eftir þar sem hann ítrekaði að um kaup á vopnunum hafi verið að ræða. Skýrt kæmi fram í samningnum frá 17. desember að um kaup væri að ræða. Vopnin hafi verið seld Landhelgisgæslunni. 

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, ítrekaði í samtali við Ríkisútvarpið 25. október að Gæslan hefði aldrei greitt neitt fyrir vopn eða vopnabúnað. „Þegjandi samkomulag“ væri við Norðmenn um að ekki væri greitt fyrir vopn sem þeir sendu til Íslands. Hins vegar væri alltaf skrifaður út reikningur þar sem fram kæmi verð. Norðmenn hefðu hins vegar aldrei gengið á eftir greiðslum. Fyrir vikið hafi Landhelgisgæslan litið á slíkt sem gjafir.

MP5 vélbyssa.
MP5 vélbyssa.
mbl.is/Eggert
Varðskipið Týr.
Varðskipið Týr. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Aldrei fundið fyrir neinu svona sterku

Í gær, 23:52 Elín Emilsson Ingvarsdóttir sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1. Hún segir vera í góðu lagi með þá Íslendinga sem hún þekki í borginni þó þeir séu í áfalli. Meira »

Bátur í vanda úti fyrir Kirkjusandi

Í gær, 22:30 Skip, bátar og kafarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsveitinni voru boðuð út um tíuleytið í kvöld vegna báts sem mögulega er í vanda nálægt Kirkjusandi í Reykjavík. Tilkynning um málið barst frá sjónvarvottum sem voru á gangi við Sæbraut og töldu þeir sig hafa séð lítinn bát í vanda. Meira »

Óábyrgt að ákveða lokun flugvallar 2024

Í gær, 22:24 „Athuganir og áætlanir varðandi byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru ófullkomnar og byggjast á frumgreiningu á mörgum þáttum.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í bókun sem Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram á fundi borgarstjórnar í dag. Óábyrgt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjavíkurflugvallar 2024. Meira »

Fengu símagögn þrátt fyrir kæru

Í gær, 21:54 Lögreglan á Akureyri fékk upplýsingar um notkun á símanúmeri grunaðs manns í frelsissviptingarmáli tæpri klukkustund eftir þinghaldi um kröfuna lauk þrátt fyrir að því hafi verið lýst yfir í framhaldi af uppkvaðningu úrskurðarins að hann yrði kærður til Hæstaréttar. Meira »

Guðmundur fundinn

Í gær, 21:33 Guðmundur Guðmundsson sem lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýs­ti eftir nú í kvöld er fundinn.  Meira »

Hafa tekið sér tak í upplýsingamiðlun

Í gær, 21:10 Rafræn könnunarpróf verða lögð fyrir 4. og 7. bekk á næstu dögum. Í fyrra voru al­geng­ustu erfiðleik­arn­ir sem nem­end­ur, kenn­ar­ar og skóla­stjórn­end­ur fundu fyr­ir innslátt­ar­vill­ur við inn­rit­un í próf­in. Nú á að vera búið að fara yfir tölvukerfið og sníða af hina ýmsu agnúa. Meira »

Berjast um að heilla bragðlaukana

Í gær, 20:40 Undanúrslit í keppninni um kokk ársins 2017, fór fram á Kolabrautinni í Hörpu í gær. Tólf matreiðslumenn höfðu unnið sér inn þátttökurétt í undanúrslitunum eftir nafnlaust val dómnefndar byggt á innsendum uppskriftum. Meira »

Eina líkamsræktarstöð bæjarins lokar

Í gær, 21:00 Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu um að skoðuð verði aðkoma bæjarins að líkamsræktarstöð á Torfsnesi þar sem íþróttahús bæjarins er staðsett. Ástæðan er sú að eina líkamsræktarstöð bæjarins, Stúdíó Dan, lokar í febrúar. Meira »

Ósöluhæfar eignir í lífeyrisskuldbindingar

Í gær, 20:20 Til greina gæti komið að ráðstafa þeim eignum Lindahvols ehf., sem ekki eru söluhæfar, beint til niðurgreiðslu lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs. Þannig væri unnt að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð. Meira »

Eitthvað bogið við verðlagninguna

Í gær, 20:10 Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokksins gerir stöðu sauðfjárbænda að umfjöllunarefni á Facebook síðu sinni nú í kvöld og segir verðlagningu kindakjöts hvorki þjóna bændum né neytendum. Meira »

Tildrög banaslyssins enn ókunn

Í gær, 20:00 Tildrög banaslyssins sem varð þegar Kanadamaðurinn David Frederik McCord, eða Grampa Dave, féll til jarðar með svifvæng í Reynisfjöru 13. ágúst eru enn ókunn. Meira »

Lögregla lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni

Í gær, 19:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni, 44 ára, en síðast er vitað um ferðir hans í Breiðholti snemma í morgun. Lögregla greindi frá á tíunda tímanum að Guðmundur væri fundinn. Meira »

Standa fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu

Í gær, 19:39 70-80% þeirra sem taldir eru hafa verið smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi hafa nú hafið meðferð gegn sjúkdóminum. Landspítalinn stendur nú fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu C og eru allir sem eru í aukinni áhættu að hafa smitast hvattir til að fara í greiningarpróf. Meira »

Myndirnar segja til um hugarástandið

Í gær, 18:48 Katrín Þóra Víðisdóttir Berndsen uppgötvaði listræna hæfileika á fullorðinsaldri. Hún tók stutt nám á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, annað hefur hún lært á Youtube. Katrín hefur barist við þunglyndi sem engin lyf hafa unnið á og býður nú greiningar á því athyglisbrestur hafi leitt hafi til þunglyndis. Meira »

Austurbæjarbíó gluggi fyrir ferðamenn

Í gær, 17:54 Gamla Austurbæjarbíó hefur fengið nýtt hlutverk sem gluggi fyrir ferðamenn inn í íslenska sögu, náttúru og samfélag. Sýningin „Tales from Iceland“ opnaði í Austurbæjarbíói í dag en að sýningunni stendur hópur hönnuða og kvikmyndagerðamanna sem hafa unnið að henni í rúmlega fjögur ár. Meira »

Íhuga að óska eftir frekari rannsókn

Í gær, 19:25 Eigendur veitingastaðarins Fresco segjast slegnir vegna fregna af að ungur maður hafi leitað upp á Landspítala eftir að hafa fundið mús í salati sem hann hafði keypt þar, en neytti annars staðar. Fresco skoðar nú hvort það eigi að óska eftir frekari rannsókn á málinu. Meira »

Leka heitavatnslögnin fundin

Í gær, 18:37 Leka lögnin sem flæddi úr í Vesturbænum fyrr í dag er fundin en hún reyndist vera undir Hringbraut. Mest af heita vatninu kom aftur á móti upp á horni Kaplaskjólsvegar og Víðimels og í nálægum brunnum að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Borgarfulltrúar 23 á næsta kjörtímabili

Í gær, 17:42 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjölga borgarfulltrúum upp í 23 frá og með næsta kjörtímabili, en það er sá lágmarksfjölda fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum. Var tillagan samþykkt með 11 atkvæðum gegn fjórum. Meira »
Viltu auka innkomu þína ? Egat Nuddsteinar og pottur 39.000 kr saman. (basalt nuddsteinar ásamt steinapotti )
Viltu auka business þinn.(Hot Stones) . Hlægilegt verð :Egat Nuddsteinar (Basalt...
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...
Matreiðslubækur og fleiri góðgæti
Gott úrval af notuðum: orðabókum, matreiðslubókum, handbókum, skáldverkum og bar...
Hávaðamengun
Garg í hátalarakerfum SVR Reykjavíkurborgar Getur það virkilega verið satt að yf...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Útb 20265 vátrygging landsvirkjunar
Tilboð - útboð
Útboð nr. 20265 Vátryggingar...