Flest heimili velja verðtryggð lán

mbl.is/Sigurður Bogi

Greinileg umskipti urðu á eftirspurn íbúðalána hjá innlánsstofnunum sl. vor þegar vinsældir nýrra verðtryggðra íbúðalána tóku að aukast merkjanlega á kostnað nýrra óverðtryggðra íbúðalána.

Voru ný verðtryggð íbúðalán heimila með veð í íbúð, að frádregnum uppgreiðslum, mun lægri en óverðtryggð íbúðalán á tímabilinu frá janúar 2013 til mars á þessu ári.

Þá snýst dæmið við og hafa ný verðtryggð íbúðalán, samkvæmt sömu skilgreiningu, verið mun hærri síðan. Voru verðtryggðu lánin orðin um tvöfalt hærri hjá innlánsstofnunum í september sl., að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert