Ólík afstaða til neysluviðmiða

Alþingismenn á þingfundi.
Alþingismenn á þingfundi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Samtök atvinnulífsins leggjast gegn þingsályktunartillögu um að félags- og húsnæðismálaráðherra hefji vinnu við útreikning nýrra neysluviðmiða fyrir íslensk heimili.

Segja samtökin að neysluviðmið séu hvorki endanlegur mælikvarði á hvað teljist nægjanleg neysla einstakra heimila né dómur um hvað einstakar fjölskyldur þurfa sér til framfæris.

Hagsmunasamtök heimilanna styðja tillöguna hins vegar heilshugar. Þá telja Jafnréttisstofa og Barnaverndarstofa jákvætt að Alþingi samþykki slíka tillögu. Segir Barnaverndarstofa að ýmsir fastir útgjaldaliðir heimila hafi hækkað mikið undanfarin ár. Jafnréttisstofa bendir á nauðsyn þess að taka tillit til kynjasjónarmiða varðandi útreikninginn eftir því sem við eigi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert