Sætir öryggisgæslu á réttargeðdeild

Frá Héraðsdómi Reykjavíkur.
Frá Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Ernir

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær karlmann til að sæta öryggisgæslu á réttargeðdeild Landspítalans á Kleppi til 27. nóvember nk. Maðurinn er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana á heimili þeirra í Breiðholti í lok september.

Maðurinn, sem er 29 ára gamall, var handtekinn 28. september sl. og var hann í upphafi úrskurðaður til að sæta gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni til 17. október á grundvelli rannsóknar hagsmuna. Fyrsta hálfa mánuðinn var hann í einangrun í fangelsinu. Þann 17. október var gæsluvarðhaldið yfir honum framlengt til 14. nóvember.

Maðurinn, sem hefur glímt við andleg veikindi, hefur gengist undir geðrannsókn en lögreglan bíður nú eftir niðurstöðum hennar auk þess sem beðið er eftir niðurstöðu krufningar. 

Lögmaður mannsins segir í samtali við mbl.is, að maðurinn sé nú í góðum höndum starfsmanna réttargeðdeildarinnar þar sem hann muni fá góða umönnun.

Til­kynn­ing barst um and­lát kon­unn­ar skömmu eft­ir miðnætti aðfaranótt sunnu­dags­ins 28. sept­em­ber frá manni, sem hinn grunaði hafði látið vita að kon­an væri lát­in. Þegar lög­regl­a kom á vett­vang vaknaði grun­ur um að and­látið hefði borið að með sak­næm­um hætti, en maður­inn er grunaður um að hafa þrengt að önd­un­ar­vegi konu sinn­ar, sem var 26 ára göm­ul, þannig að hún hlaut bana af. 

Börn hjón­anna, tveggja og fimm ára, voru á heim­il­inu þegar at­vikið átti sér stað, en þeim var komið í viðeig­andi umönn­un hjá barna­vernd­ar­yf­ir­völd­um í kjölfar atviksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert