Mengun eykst í byggð

Bláleit móða einkennir mengunina frá eldgosinu í Holuhrauni. Þessi mynd …
Bláleit móða einkennir mengunina frá eldgosinu í Holuhrauni. Þessi mynd var tekin fyrr í mánuðinum. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Mengunarmælar í Hveragerði og á höfuðborgarsvæðinu sýna nú hækkun á styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2). Hæsta gildi í Hveragerði hefur farið yfir 1400 µg/m3 og mælir í Hvaleyrarholti hefur farið yfir 1500 µg/m3.

Á þessu svæði er nú hæg austanátt og eykur það líkurnar á því að styrkur brennisteinsdíoxíðs eigi eftir að hækka.

Fólk með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma er hvatt til þess að fylgjast vel með mengunarmælum sem aðgengilegir eru hér.
 
Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum má búast við mengun á svæðinu á meðan þessar veðuraðstæður vara.

Samkvæmt veðurspá á að bæta í vind á morgun en áfram verða austlægar áttir og því gæti áhrifa mengunarinnar gætt næstu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert