Skapandi greinar mætast

Frá tónleikum í Bíó Paradís.
Frá tónleikum í Bíó Paradís. mbl.is/Styrmir Kári

Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control (YAIC) verður haldin í Reykjavík í sjöunda sinn dagana 03. og 04. nóvember 2014 í Bíó Paradís.  Sem fyrr mætast á ráðstefnunni skapandi greinar; hönnun, tónlist, bókmenntir, tölvutækni, leiklist, kvikmyndagerð og myndlist en hún er framleidd af Íslandsstofu í samstarfi við miðstöðvar skapandi greina.

Ráðstefnan sækja listamenn og skapandi frumkvöðlar í bland við erlenda gesti og þátttakendur á heimsmælikvarða en boðið verður upp á fyrirlestra og vinnustofur.

Meðal þeirra sem halda munu erindi á ráðstefnunni eru myndlistamaðurinn Ragnar Kjartansson, Christine Boland sérfræðingur í „Trend forecasting“, bandaríski tónlistamaðurinn Zebra Katz, Nelly Ben Hayoun stjórnandi The International Space Orchestra og fleiri.

„Ég vona auðvitað að úr samslættinum á You are in Control fæðist ný verkefni þar sem fólk úr ólíkum greinum vinnur enn meira saman. Þetta er einstakt - að fá allar skapandi greinar saman í herbergi á einum og sama tímapunktinum,“ segir Ragnheiður Gestsdóttir ráðstefnustjóri YAIC 2014.

„Það er líka mikilvægt að tala um sköpun sem slíka, ekki sem tölur á blaði eða innan ramma hagfræðinnar, heldur sem kraft sem raunverulega hreyfir við samfélaginu og gerir líf okkar allra innihaldsríkara.“

Skráningu og frekari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vefsíðu ráðstefnunnar.

YAIC 2014 from You Are In Control on Vimeo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert