Staðan metin ef reikningur berst

Berist reikningur frá norskum yfirvöldum fyrir MP5 hríðskotabyssum sem Landhelgisgæslan fékk frá Noregi í byrjun ársins verður staðan metin í samráði við embætti ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn frá mbl.is.

Eins og fréttavefurinn greindi frá í morgun ætla Norðmenn að senda reikning fyrir byssunum en Landhelgisgæslan hafði sagt byssurnar vera gjöf enda væri þegjandi samkomulag um að ekki væri greitt fyrir slíkan búnað frá Norðmönnum þó hann væri verðlagður. Mbl.is spurði Landhelgisgæsluna hvort reikningurinn yrði greiddur ef hann bærist. Svar Gæslunnar var svohljóðandi:

„Ef sú staða kemur upp yrði haft um það samráð við Ríkislögreglustjóra og staðan metin.“

Frétt mbl.is: Senda reikning fyrir byssunum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert