Tónlistarkennarar létu í sér heyra

Vika er nú liðin frá því að verkfall félaga í Félagi tónlistarskólakennara hófst. Af því tilefni var efnt til kröfugöngu og fjölmenntu félagsmenn mjög.

Hópurinn kom saman við Skólavörðuholt og var því næst gengið niður Skólavörðustíg þaðan sem stefnan var tekin á Austurvöll. 

Þeir vegfarendur sem leið áttu um miðbæ Reykjavíkur tóku vafalaust eftir hópnum, enda báru félagsmenn kröfuskilti og spiluðu á hljóðfæri af miklum móð.

Vegna verkfallsins hafa fjöl­marg­ir nem­end­ur við tón­list­ar­skóla lands­ins misst af tón­list­ar­tím­um þessa viku og hafa ýms­ir velt því fyr­ir sér hvort þeir fái tím­ana bætta enda í flest­um til­vik­um greitt fyr­ir­fram fyr­ir önn­ina að hausti.

Formaður Fé­lags tón­list­ar­kenn­ara, Sigrún Gren­dal, sagði í viðtali við mbl.is fyrr í dag það vera í hönd­um hvers rekstr­araðila að ákveða hvort nem­end­ur fái bætta þá tíma sem þeir missa af vegna verk­falls­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert