Tvær vikur í aðalmeðferð lekamálsins

Gísli Freyr Valdórsson.
Gísli Freyr Valdórsson. mbl.is/Golli

Aðalmeðferð lekamálsins svonefnda er komin á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur og fer að óbreyttu fram 12. nóvember næstkomandi. Af dagskránni að dæma tekur aðalmeðferðin aðeins einn dag. Í málinu er Gísli Freyr Valdórsson ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu. Hann neitar alfarið sök.

Gísla Frey er gefið að að hafa brotið gegn þagnarskyldu í starfi sínu, sem aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, með því að hafa á tímabilinu 19.–20. nóvember 2013 „látið óviðkomandi í té efni samantektar er bar yfirskriftina „Minnisblað varðandi Tony Omos“.

Það er Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sem fer með málið, en í ákærugögnunum kemur fram að ákæruvaldið muni leiða fram eftirfarandi vitni við aðalmeðferð málsins: Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Þóreyju Vilhjálmsdóttur, Ragnhildi Hjaltadóttur, Bryndísi Helgadóttur, Guðmund Örvar Bergþórsson, Sigríði Kristínu Axelsdóttur, Hinriku Söndru Ingimundardóttur, Mörð Árnason, Jón Bjarka Magnússon, Einar Steingrímsson, Grím Grímsson, Heiðar Örn Guðnason, Gylfa Dýrmundsson og Þórbjörn Sigurðsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert