Alhliða gervigreind tekst á við ný verkefni

Hannes Högni Vilhjálmsson dósent við tölvunarfræðideild HR og stjórnandi Gervigreindarseturs.
Hannes Högni Vilhjálmsson dósent við tölvunarfræðideild HR og stjórnandi Gervigreindarseturs. mbl.is/Golli

Er hægt að gefa vélmennum þann eiginleika að geta flogið eins og fuglar og er hægt að nota sýndarveruleika til að hjálpa til við að þróa mannvænni borg?

Þetta eru meðal verkefna sem verið er að vinna að hjá Gervigreindarsetri Háskólans í Reykjavík (HR) en þau verða kynnt almenningi á Gervigreindarhátíð sem fer fram í skólanum á morgun. Verkefnið sem snýr að því hvort hægt er að nota sýndarveruleika til að þróa mannvænni borgir er unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg, arkitekta og skipulagsfræðinga.

„Við erum að skoða hvort við getum mælt viðbrögð fólks við umhverfi sínu í sýndarveruleika áður en byrjað er að byggja umhverfið,“ segir Hannes Högni Vilhjálmsson, dósent við tölvunarfræðideild HR og stjórnandi Gervigreindarsetursins, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert