Dularfull gosmóða yfir hálendinu

Gosmóða yfir hálendinu.
Gosmóða yfir hálendinu. mbl.is/RAX

Gasmóða frá eldgosinu í Holuhrauni lá yfir nær öllu hálendinu í gær eins og sést vel á mynd sem Ragnar Axelsson, ljósmyndari mbl.is og Morgunblaðsins, tók nálægt Vonarskarði í áttina að Vatnajökli.

Styrkur brennisteinstvíoxíðs fór yfir 1.500 míkrógrömm á rúmmetra á mæli á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði í gærkvöldi þegar vindáttin hafði breyst. Í dag fór mengunin yfir 4.000 míkrógrömm á Akureyri og í Skagafirði, auk þess sem mikil mengun er í Stykkishólmi.

Þegar mengunin nær þeim styrk sem er til dæmis á Akureyri er hún hættuleg öllum. Gasið frá eldgosinu hefur lagst til vesturs í dag og hefur Veðurstofan varað við því að styrkur brennisteinstvíoxíðs geti orðið hár um tíma við Faxaflóa, Breiðafjörð og norður á Húnaflóa.

Hraunið er nú þegar orðið um 65 ferkílómetrar að stærð, mesta hraun sem runnið hefur síðan í Skaftáreldum á árunum 1783 og 1784.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert