Heldur meiri virkni í Bárðarbungu

Eldgosið í Holuhrauni er enn í fullum gangi.
Eldgosið í Holuhrauni er enn í fullum gangi. mbl.is/RAX

Heldur meiri virkni hefur verið við Bárðarbungu síðasta sólarhring en þann á undan. Yfir 100 skjálftar hafa mælst en enginn þeirra hefur verið 5 eða stærri. Rétt innan við 10 eru stærri en fjögur stig. Stærsti var kl. 16:09 í gær og var hann 4,6 að stærð. Um tugur skjálfta er milli 3 og 4 að stærð að sögn Veðurstofu Íslands.

Virkni undir norðanverðum bergganginum er svipuð og verið hefur undanfarna daga.

Ágætlega sést til gossins á vefmyndavélum og virðist svipaður gangur í því og verið hefur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert