Kastaði hnífi í lögreglumann

mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur dæmdi mann í dag í níu mánaða fangelsi fyrir brot gegn vopnalögum, brot gegn valdstjórninni og tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar.

Samkvæmt dómi Hæstarétta braut maðurinn gegn vopnalögum með því að bera tvo hnífa á almannafæri og braut gegn valdstjórninni og framdi tilraun sérstaklega hættulegrar líkamsárásar með því að hafa hótað lögreglumönnum líkamsmeiðingum, kastað hnífi í lögreglumann og ráðist með ofbeldi á tvo aðra lögreglumenn.

Maðurinn hafði upphaflega verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi í héraðsdómi á síðasta ári en áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. 

Hér má lesa dóm Hæstaréttar í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert