Mengunarský yfir Akureyri

Bláleit móða brennisteinsgass yfir Eyjafirði
Bláleit móða brennisteinsgass yfir Eyjafirði mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú á Akureyri og samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum og er hún nú um 4000 míkrógrömm á rúmmetra. Enn meiri mengun er í Skagafirði og eins er mikil mengun í Stykkishólmi.

Sjálfvirkur loftgæðamælir á Akureyri er ekki tengdur við netið eins og er en unnið er að viðgerð. Hægt er að lesa af honum handvirkt og stóð hann í tæplega 4.100 míkrógrömmum fyrir skömmu. 

Íbúum á þessum svæðum er ráðlagt að dvelja innandyra og loka gluggum. Eins að slökkva á loftræstikerfum. Einkenni frá öndunarfærum líkleg hjá öllum einstaklingum, einkum einstaklingum með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri er byrjað að senda sms til fólks í Eyjafirði vegna mengunarinnar en íbúar á Akureyri segja að mengunarskýið leyni sér ekki og lyktin finnist greinilega.

Mikil mengun í Skagafirði

Akureyri - horft yfir bæinn af Vaðlaheiðinni.
Akureyri - horft yfir bæinn af Vaðlaheiðinni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert