Mikil ánægja með störf lögreglu

Flestir eru ánægðir með störf lögreglunnar.
Flestir eru ánægðir með störf lögreglunnar. Júlíus Sigurjónsson

Mikill meirihluti þeirra, eða 92%, sem af­stöðu tóku til könn­un­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu telja lögreglu skila mjög eða frekar góðu starfi við að stemma stigu við afbrotum. Kem­ur þetta fram í skýrslu embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, en könn­un­in var fram­kvæmd af Fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands í maí og júní á þessu ári.

Er um að ræða könn­un sem lög­regl­an hef­ur fram­kvæmt reglu­lega síðastliðin ár. Spurningin sem lögð var fyrir þátttakendur er eftirfarandi: „Hversu góðu eða slæmu starfi finnst þér lögreglan skila í þínu hverfi við að stemma stigu við afbrotum?“

Sem fyrr segir þá telja 92% svarenda lögreglu skila mjög eða frekar góðu starfi og er það svipað hlutfall og í fyrra en þá voru 90% svarenda þeirrar skoðunar. Hlutfallslega fleiri konur, eða 94%, telja lögreglu skila mjög eða góðu starfi en 90% karla voru sömu skoðunar.

Elsti aldurshópurinn, 55 ára og eldri, er sá hópur sem er hvað mest ánægðastur með störf lögreglu. Þegar horft er til búsetu svarenda má sjá að íbúar í Hafnarfirði, Laugardal, Háaleiti, Vesturbæ og á Seltjarnarnesi eru ánægðastir með störf lögreglu eða 96%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert