Rétt slapp heim fyrir seinni heimsstyrjöld

Fjölskylda og vinir fögnuðu með Aðalheiði á Droplaugarstöðum í gær. …
Fjölskylda og vinir fögnuðu með Aðalheiði á Droplaugarstöðum í gær. Hún lætur vel af dvölinni á heimilinu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Aðalheiður Snorradóttir fagnaði aldarafmæli sínu í gær. Hún fæddist á bænum Steini í Vestmannaeyjum 29. október árið 1914, aðeins þremur mánuðum eftir að fyrri heimsstyrjöldin hófst.

„Þetta eru víst hundrað ár, sem mér finnst svolítið skrýtið. Mér finnst þetta bara ekkert öðruvísi dagur en aðrir dagar. Ég hugsa ekki um hann öðruvísi. Ég þakka fyrir hvað ég er sjálfbjarga,“ segir Aðalheiður sem fagnaði deginum með kunningjum og frændfólki í gær og mun einnig gera það um helgina.

Eiginmaður Aðalheiðar var Jóhannes Pálmason, prestur á Stað í Súgandafirði sem lést 1978. Áttu þau fimm börn en þrjú þeirra eru á lífi.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir Aðalheiður að hún hafi verið haldin flökkueðli. Ung fór hún til Noregs og Englands í vist. Hún þurfti þó að snúa aftur til Íslands til að aðstoða fjölskylduna. Það var árið 1939, í þann mund sem síðari heimsstyrjöldin braust út.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert