Snjóbyssurnar komnar í gang

Frá Hlíðarfjalli í gær
Frá Hlíðarfjalli í gær Af vef Hlíðarfjalls

Snjóbyssurnar voru ræstar í Hlíðarfjalli við Akureyri í gær og hefur verið gefið út að skíðasvæðið verði opnað föstudaginn 19. desember klukkan 16. Það er mun seinna en í fyrra er svæðið var opnað fyrir almenning þann 22. nóvember og lauk skíðavertíðinni fyrir norðan ekki fyrr en í byrjun maí.

Á vef Hlíðarfjalls kemur fram að veðurskilyrði fyrir snjóframleiðslu séu góð í fjallinu en viðvar­andi fjög­urra gráðu frost eða meira er nauðsyn­legt til þess að snjór mynd­ist í fjall­inu.

Skíðasvæðinu verður lokað sunnudaginn 26. apríl 2015 kl. 16:00.

Hér er hægt að sjá opnunartíma skíðasvæðisins í vetur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert