Vegslár settar upp við Hvalfjarðargöng

Vegslár við Hvalfjarðargöng.
Vegslár við Hvalfjarðargöng.

Vegslár verða innan tíðar teknar í gagnið á ytri akreinum áskrifenda við gjaldskýli Hvalfjarðarganganna.

Fram kemur á vef Spalar, að of mikil brögð séu að því að vegfarendur „svindli“ sér í gegn án þess að borga, með tilheyrandi kostnaði og óþægindum fyrir Spöl.

Tæknibúnaðurinn var að hluta settur upp þegar göngin voru lokuð á dögunum vegna malbikunar. Á búnaðurinn að tryggja að um göngin fari ekki aðrir en þeir sem greitt hafa veggjald, bæði íslenskir og erlendir vegfarendur. Einnig er honum ætlað að hægja á umferð við skýlið í öryggisskyni. Spölur segir algengt, að áskrifendur aki á 60-70 km hraða fram hjá gjaldskýlinu og dæmi séu um að bílar hafi mælst þarna á um 100 km hraða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert