Vitum meira um tunglið en Grænland

Það er mikilvægt að sýna umheiminum hvaða þróun á sér stað á Grænlandi og á norðurslóðum að sögn Ragnars Axelssonar, ljósmyndara, en fjallað er um nýtingu auðlinda, auknar samgöngur og umhverfismál í stórum blaðauka sem fylgir með Morgunblaðinu á föstudag.

Í haust sigldi Ragnar ásamt Haraldi Sigurðssyni, jarð- og eldfjallafræðingi og Heiðari Guðjónssyni, hagfræðingi, og fleiri mönnum um austurströnd Grænlands, einkum Scoresbysund, einn stærsta fjörð í heimi.

Ragnar, Haraldur og Heiðar segja ferðasöguna í blaðinu auk þess að velta fyrir sér sögu þessara nálægu en um leið framandi slóða, samskiptum Íslands og Grænlands og framtíð norðurslóða yfir höfuð.

Í myndskeiðinu er rætt við þá félaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert