40 börn heima vegna veðurs

Bíllinn fór út af við Hvolsvöll í morgun.
Bíllinn fór út af við Hvolsvöll í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Bifreið með litla kerru fauk út af vegi við Hvolsvöll á sjötta tímanum í morgun.

Hvassviðri er nú víða á Suðurlandi, þá sérstaklega undir Eyjafjöllum. Ekki er mælt með ferðalögum um Suðurlandið í dag. 

Búast má við talsverðri eða mikilli rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum í dag og hávaðaroki víða á landinu síðdegis.

Að sögn lögreglu voru tveir í bílnum og voru þeir fluttir á sjúkrahús þar sem gert var að sárum þeirra. Þeir eru ekki alvarlega slasaðir en nokkuð lemstraðir. 

Færri hafa verið á ferli á Hvolsvelli en aðra morgna. Fjörutíu börn í Hvolsskóla sem búsett eru í Fljótshlíðinni og undir Eyjafjöllum mæta ekki í skólann í dag vegna veðurs. 

Fer í 47 metra á sekúndu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert